Frétt

bb.is | 04.07.2002 | 13:19Vegurinn upp á Bolafjall opnaður

Almenningi gefst á morgun kostur á því að aka upp á Bolafjall í fyrsta skipti í fjölda ára. Vegurinn upp Bolafjall var sem kunnugt er gerður á níunda áratugnum vegna byggingar ratsjárstöðvar á fjallinu og var opinn almennum borgurum fyrstu tvö árin, en hefur verið lokaður síðan. Vegagerðin hefur nú náð samkomulagi við eigendur vegarins og ratsjárstöðvarinnar um afnotaleyfi af honum og mun hann því framvegis verða opinn almennri umferð yfir sumartímann.
Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni segir m.a: „Fram hefur komið mikill áhugi hjá Bolungarvíkurkaupstað og ýmsum ferðaþjónustuaðilum að fá veginn opnaðan að nýju, enda mikið og gott útsýni af fjallinu. Vegagerðin hefur undanfarin ár staðið í samningaviðræðum við yfirvöld ratsjárstöðvarinnar, sem eru eigendur vegarins, um opnun hans yfir sumarmánuðina. [...] Samkomulagið hljóðar upp á að vegurinn er í umsjá Vegagerðarinnar á meðan hann er opinn almennri umferð. Upplýsingar um vegaskemmdir og slíkt eiga því að berast til Vegagerðarinnar. Þess er vænst að svipað fyrirkomulag verði á næstu ár.“

Vegagerðin hefur undanfarið unnið að því að útbúa aðstöðu fyrir fólks- og langferðabifreiðir uppi á fjallinu, sem felst m.a. í því að gerð hefur verið snúningsaðstaða fyrir ökutækin og allar merkingar hafa verið endurbættar.

Vegfarendur eru hvattir til þess að sýna aðgát í akstri upp á fjallið, enda eru margir óvanir akstri á fjallvegum sem þessum. Í fréttatilkynningu segir „Um er að ræða nokkuð brattan veg (10%) með góðu malaryfirborði í brattri fjallshlíð. Vegurinn er um 5-7 m breiður og eru merkt mætingaútskot þar sem hann er mjóstur. Allur akstur utan vegar og plans uppá fjallinu er bannaður. Frá Bolungarvík uppá Skálavíkurheiði eru um 5,5 km en kaflinn sem um ræðir uppá fjallið er 3,5 km. Eru því um 9 km frá Bolungarvík uppá fjallið.“

bb.is | 18.10.14 | 10:46 „Kyrrir hugann og eykur vellíðan“

Mynd með frétt „Þetta form líkamsræktar hefur líka mjög góð andleg áhrif á mann og nýtist því bæði áhugafólki um líkamlega heilsu sem og þeim sem vilja kyrra hugann og stilla sig af fyrir veturinn,” segir Harpa Kristjánsdóttir en hún hefur ásamt fleira ...
Meira

bb.is | 18.10.14 | 09:21„Ég er yfirleitt á spilinu“

Mynd með fréttSexæringurinn Ölver prýðir yfirleitt sjóminjasafnið í Ósvör í Bolungarvík. Safnið er opið yfir sumartímann og eftir samkomulagi yfir vetrartímann. Þar er hægt að fræðast um 19. aldar verbúð, salthús, fiskreit og þurrkhjalla. Ölver gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð ...
Meira

bb.is | 17.10.14 | 16:45Fagna djörfung ráðherra í staðsetningarvali

Mynd með frétt„Sveitarstjórnarmenn í Strandabyggð fagna djörfung ráðherra í staðsetningarvali nýs sýslumannsembættis á Vestfjörðum sem kemur fram í drögum að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta á Vestfjörðum, en þar er gert ráð fyrir að sýslumaður Vestfjarða verði staðsettur á Patreksfirði. Vissulega ...
Meira

bb.is | 17.10.14 | 14:50Blönduð byggð á Suðurtanga

Mynd með fréttTillaga að deiluskipulagi á Suðurtanganum á Ísafirði var kynnt á borgarafundi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í gær. Á vestanverðum tanganum er skipulögð íbúabyggð og á austanverðum tanganum iðnaðar- og hafnarsvæði. 52 íbúðarlóðir eru í skipulaginu. Lögð er áhersla á þétta og ...
Meira

bb.is | 17.10.14 | 13:01Fékk styrk til rannsókna á brjóstakrabbameini

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Anna Marzellíusardóttir, nemandi í líf- og læknavísingum við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,8 milljóna króna styrk til að leita að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins. Til verkefnisins notar Anna raðgreiningargögn úr einstaklingum og reynir að finna þær ...
Meira

bb.is | 17.10.14 | 10:59Dregur úr vægi höfuðstaðar Vestfjarða

Mynd með fréttBæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar þá skoðun sína að aðsetur sýslumanns og lögreglustjóra verði í Ísafjarðarbæ. Í ályktun sem var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær segir að það sé til þess fallið að draga úr vægi Ísafjarðarbæjar sem höfuðstaðar Vestfjarða og styrk þeirra ...
Meira

bb.is | 17.10.14 | 09:27„Get bráðum boðið hundrað manns í kaffi“

Mynd með frétt„Við erum komnar með hugmynd að bók en hún kemur ekki út á þessu ári,“ segir Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði, en hún og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur, hafa gefið út tvær bækur „Þjóðlegt með kaffinu“ og „Þjóðlegar hnallþórur.“ ...
Meira

bb.is | 17.10.14 | 07:45Ósætti meðal skógræktarfólks

Mynd með fréttStjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands um Teigsskóg ekki vera í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Í byrjun október sendi Skógræktarfélag Íslands frá sér yfirlýsingu um stuðning við ...
Meira

bb.is | 16.10.14 | 16:46Galið að sýslumaður verði annars staðar en á Ísafirði

Mynd með fréttÞað er galið að sýslumaður Vestfjarða og lögreglustjórinn á Vestfjörðum verði annars staðar en á Ísafirði. Þetta segir Tryggvi Guðmundsson, lögmaður á Ísafirði. Innanríkisráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um umdæmi sýslumannsembætta og þar er aðalskrifstofa og aðsetur sýslumanns Vestfjarða ...
Meira

bb.is | 16.10.14 | 14:51Óheppilegt að sýslumannsembættið sé bitbein byggðanna

Mynd með fréttGísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, þykir óheppilegt að málefni sýslumanns Vestfjarða þurfi að vera bitbein byggða á Vestfjörðum. Í drögum að reglugerð um umdæmi nýrra sýsluumdæma er gert ráð fyrir að aðalskrifstofa og aðsetur sýslumanns verði á Patreksfirði. „Mér finnst það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli