Flýtileiðir á vef Háskóla Íslands:


Flýtileiðir:

Fara efst a siðu

Spurning af vísindavef:

Fara efst a siðu
Vísindavefurinn
Er „af ţví bara“ svar?

Jarđvísindastofnun Háskólans

Jarđvísindastofnun Háskólans
Innskráning í Uglu:

Jarðvísindastofnun Háskólans hóf starfsemi 1. júlí, 2004 með sameiningu Norrænu eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskólans.  Jarðvísindastofnun heyrir undir Raunvsísindastofnun Háskólans ásamt Eðlis-, Efna- og Stærðfræðistofnun.  Markmið Jarðvísindastofnunar er að vera metnaðarfull alþjóðleg rannsóknastofnun á sviði jarðvísinda. Stundaðar eru rannsóknir og kennsla á sviði jarðvísinda með áherslu á jarðfræði Íslands.



Friđrik Danaprins í heimsókn í Öskju - frétt af heimasíđu Háskóla Íslands (09.05.2008)

Friðrik, krónprins Danmerkur, og eiginkona hans, Mary krónprinsessa, komu til Íslands þann 5. maí í fjögurra daga heimsókn.

Sama dag og hjónin komu til landsins heimsótti Friðrik, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta, Öskju, hús náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og sótti þar ráðstefnu um jöklafræði og loftslagsbreytingar.

Kristín Ingólfsdóttir rektor bauð Friðrik velkominn fyrir hönd Háskóla Íslands og sýndi prinsinum húsakynni ásamt Stefáni Arnóssyni, formanni Jarðvísindastofnunar og fleiri fræðimönnum sem starfa í húsinu. Þá spjallaði Friðrik einnig við Leif A. Símonarson jarðfræðing við Háskóla Íslands og Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun.

Að kynningunni lokinni var safnast saman í fyrirlestrarsal og hlustuðu gestir á fjögur stutt erindi sem flutt voru af þeim Ólafi Guðmundssyni, Marie Keiding, Árnýju Erlu Sveinsbjörnsdóttur og Helga Björnssyni. Að ráðstefnunni lokinni var öllum þeim er hana sóttu boðið upp á léttar veitingar og gafst þá tækifæri til að ræða við prinsinn og sýna honum þakklæti fyrir áhuga á því starfi sem jarðvísindamenn við Háskóla Íslands sinna.

 

Kristín Ingólfsdóttir tekur á móti Friðriki krónprins og Ólafi Ragnari Grímssyni

Prinsinn skoðar sig um í Öskju og fræðist bæði um bygginguna og þá sem í henni starfa

Stutt ráðtefna var haldin í einum fyrirlestrasal Öskju þar sem fjórir fræðimenn fluttu stutt erindi